Lífið

„Það er bara allt farið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hilmar er Hafnfirðingur en elskar lífið í Grindavík.
Hilmar er Hafnfirðingur en elskar lífið í Grindavík.

Hilmar Gunnarsson hefur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum búið í Grindavík síðustu tíu árin. Ekki fæddur og uppalinn þar frekar en konan en búið sér þar til líf. Sindri Sindrason ræddi við Hilmar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

„Ég er úr Hafnarfirði og konan úr Breiðholti. Við fluttum 2014 og líkar mjög vel. Við eigum þrjú börn, sextán, fjórtán og tólf ára og þau eru bara alinn þarna upp. Allir vinirnir þarna og lífið er bara þarna,“ segir Hilmar. En svo komu jarðhræringar og gos eins og allir vita.

„Þetta er búið að vera svolítið erfitt, sérstaklega núna upp á síðkastið. Vinir barnanna og það er bara allt farið, allt tvístrað. Við erum öll í lausu lofti. Það er búið að vera erfitt að halda utan um börnin og fara í nýjan skóla að hluta til með sínum vinum en samt ekki. Stelpan mín yngsta er í Ármúlanum og strákurinn er í Laugalækjarskóla,“ segir Hilmar en fjölskyldan býr í dag í Hafnarfirðinum. Hilmar starf í álverinu í Straumsvík og konan hans starfar á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ.

„Við komumst þar inn strax hjá vinafólki okkar og vorum mjög heppin og höfum ekkert þurft að færa okkur neitt. Við getum verið þar en þetta er auðvitað lítið og þú ert ekki með neitt einkalíf. Börnin eru þrjú í herbergi, bara koja og svo ein dýna á gólfinu. Þetta er í rauninni bara svefnstaðurinn okkar.“

Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Hilmar en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfið Stöðvar 2.

Klippa: Það er bara allt farið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×