Erlent

Fjórir fundust látnir í húsi í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan 11:15 að staðartíma.
Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan 11:15 að staðartíma. Getty

Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn vegna gruns um manndráp eftir að fjórir einstaklingar fundust látnir í húsi í Nes í Akershus, norðaustur af Osló.

NRK segir frá því að húsið hafi verið reykfyllt þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn eftir að tilkynning barst á tólfta tímanum að staðartíma í morgun.

Lögregla staðfestir að tengsl séu á milli hinna látnu en að of snemmt sé að tjá sig frekar um málið.

Að sögn lögregla er ekki hætta á ferðum fyrir almenning, sem þó er hvattur til að halda sig fjarri til að veita lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum svigrúm á vettvangi.

Lögregla hefur staðið fyrir leitaraðgerðum í byggingum í nágrenni byggingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×