Ótrúleg endurkoma kom Kamerún í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 19:09 Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á dramatískan hátt. MB Media/Getty Images Senegal tryggði sér sigur í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta með 2-0 sigri gegn Gíneu í kvöld. Á sama tíma vann Kamerún dramatískan 3-2 sigur gegn Gambíu og tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira