Sló óvænt í gegn í Kína eftir lygilega atburðarás á Laugaveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Anna (lengst til hægri á mynd) elti hópinn uppi, eins og sést á þessu skjáskoti úr þættinum Divas hit the road. Brot úr þættinum má finna í innslaginu neðst í fréttinni. Úkraínsk kona sem rekur verslanir með vefnaðarvörur í Miðborginni hefur óvænt slegið í gegn í Kína eftir að hópur kínverskra stórstirna gerði stórinnkaup í búð hennar á Laugavegi. Við hittum hinn unga og metnaðarfulla atvinnurekanda í Íslandi í dag og ræddum lygilega atburðarásina. Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum. Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira
Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum.
Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira