Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:20 Ef vel er að gáð má sjá að myndin er í raun fjölskyldumynd. Aldís Pálsdóttir Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni. Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“ Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“
Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira