Handbolti

Norð­menn luku leik á stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Norðmenn fóru illa með Svía í kvöld.
Norðmenn fóru illa með Svía í kvöld. Stuart Franklin/Getty Images

Norðmenn unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið mætti Svíþjóð í lokaleik milliriðils 2 á EM í handbolta í kvöld,33-23. 

Svíar höfðu þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum fyrir leik kvöldsins og Norðmenn voru fallnir úr leik þannig í raun var ekkert undir í kvöld nema heiðurinn og montréttur.

Sænska liðið hafði frumkvæðið stóran hluta fyrri hálfleiksins, en Norðmenn sigur fram úr þegar líða tók á og leiddu með þremur mörkum í hléi, staðan 15-12.

Norska liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og náði fljótt sjö marka forskoti í stöðunni 20-13. Eftir það var í raun aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og Norðmenn náðu mest 13 marka forskoti í stöðunni 31-18.

Norðmenn unnu að lokum tíu marka sigur, 33-23, og enda því með fjögur stig i fjórða sæti milliriðils 2. Svíar enda hins vegar í öðru sæti með sex stig og eru á leið í undanúrslit ásamt Dönum sem unnu riðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×