„Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 07:41 Róbert segir viðskiptaumhverfi stórfyrirtækja hafa gjörbreyst síðustu ár, og muni halda áfram að gera það. Aðsend Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. „Sögulega hafa einkarekin fyrirtæki haft það eðlilega að leiðarljósi fyrst og fremst að hámarka virði fyrirtækjanna og stækka þau. Útgangspunktur þeirra hefur verið fjárhagslegur hvati, á grundvelli markaðslögmála, til þess að tryggja að fyrirtæki geti hámarkað tekjur sínar,“ segir Róbert Spanó sem hefur síðastliðið ár sinnt lögfræðiráðgjöf er varðar upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni. Hann segir að á síðustu árum hafi margt breyst í þessum efnum. „Á síðustu tuttugu árum hefur orðið sú breyting, vegna ýmissa utanaðkomandi aðstæðna, að ríkisvaldið, hagsmunasamtök og fleiri hafa lagt áherslu að fyrirtækjum, sem mjög virkum þátttakendum í samfélögum okkar, beri skylda til að horfa til annarra lögmála líka.“ Fyrirtækin undir nálarauga Hann segir eitt af því sem horft sé til sé þátttaka fyrirtækja í að skapa sjálfbæran heim. Að rekstur fyrirtækjanna taki einnig mið af því að þau verðmæti sem þau skapa, hráefnin sem þau noti og að áhrif þeirra á umhverfið séu þannig að fyrirtækin séu ekki að nýta sér umhverfið til tjóns, heldur séu þátttakendur í því að gera umhverfið sjálfbært og samfélögin með. „Þetta felur í sér grundvallarbreytingu á viðskiptaumhverfi nútímans,“ segir Róbert og að þetta eigi við um öll fyrirtæki, sama hvort þau séu lítið eða stór. Róbert starfaði við Mannréttindadómstól Evrópu um árabil, til dæmis á meðan farsóttin geisaði. Vísir/EPA „Þetta hefur fram að þessu haft mest áhrif á stærstu fjölþjóðlegu fyrirtækin sem eru undir nálarauga stjórnmálamanna, hagsmunasamtaka og stjórnmálamanna. Því meir sem fyrirtækin starfa á sviði sem er talið eiga bein tengsl við það sem er talin ósjálfbær rekstur því líklegra er að krafan um sjálfbæran rekstur og breytingar á rekstri sé hærri,“ segir Róbert. Hann segir dæmi um slíkan rekstur það sem kemur að umhverfi og loftslagsvánni. Hann segir þessar kröfur gerðar til flestra fyrirtækja en að þær reglur sem sé búið að setja hafi miðast við stærstu fyrirtækin sem hafi mest áhrif á umhverfið. Hann segir það sem hafi gerst á þeim tíma sem meiri krafa sé gerð um sjálfbærni hafi hugtakið sjálft breyst og víkkað. „Nú tekur það ekki bara til umhverfisþátta, heldur líka til mannréttinda. Mannréttinda starfsmanna, mannréttinda íbúa á svæðum þar sem fyrirtækin starfa og til jafnréttis,“ segir Róbert og að það falli undir hugtak sem hann fjallar mikið um í sinni vinnu. Það er Enviromental, Social and Governance, eða ESG eins og hann kallar það. Hugtakið mætti þýða sem umhverfis- og félagslegir stjórnunarhættir til að útskýra það betur. „Þetta er hluti af sjálfbærniþróuninni en er undirheiti,“ segir hann og að reglurnar sem hafi komið fram samhliða þessari þróun séu nú í sífellt ríkari mæli að verða lagalega bindandi. Það hafi ekki verið þannig áður. „Það þýðir að fyrirtækjunum er ekki í sjálfsvald sett hvort þau hafi sjálfbærnistefnu eða ekki. Þetta er ekki lengur bara mat þeirra sem er ekki háð utanaðkomandi eftirliti.“ Evrópusambandið leiðandi Róbert segir Evrópusambandið leiðandi á þessu sviði og að það hafi margt breyst síðustu tíu ár. Það hafi verið settar meiri reglur um skýrslugjöf fyrirtækja þar sem þau verði að útskýra hvernig þau uppfylli skilyrðin sem séu sett sem dæmi sett í ESG reglunum. „Nú er svo að koma næsta skrefið í þessari þróun og það eru áreiðanleikakannanir, eða due diligence, sem felur í sér nokkurs konar mannréttindakröfur sem Evrópusambandið er að gera til fyrirtækja. Þetta mun leiða til grundvallarbreytinga á starfsemi fyrirtækja,“ segir Róbert. Eins og kom fram að ofan er Róbert í dag meðeigandi í alþjóðlegu lögfræðistofunni Gibson Dunn og hefur aðsetur í París og London, en vinnur einnig mikið með íslenskum og norrænum fyrirtækjum á þessu sviði. Hann var fyrir það dómari við Mannréttindadómstólinn í Evrópu og var forseti dómstólsins frá 2020 þar til hann hætti. Áður en hann starfaði á vettvangi Mannréttindadómstólsins var hann tímabundið umboðsmaður Alþingis og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert segist geta nýtt reynslu sína í Mannréttindadómstólnum á einkamarkaði. Á myndinni má sjá dómstólinn sem staðsettur er í Strassbourg. Vísir/EPA „Það sem ég er að gera í dag er að veita fyrirtækjum um allan heim ráðgjöf um það hvernig þau geta best komið til móts við þessar kröfur. Ég segi oft að mitt hlutverk sé að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri. Ef þau gera það vel þá eykur það líkurnar á því að fyrirtækin uppfylli skilyrði um sjálfbærni. Þau fyrirtæki sem taka þetta alvarlega, í mínum huga, eru þau fyrirtæki sem verða farsæl til framtíðar. Það er ekki lengur mögulegt fyrir fyrirtæki í nútímarekstri að vera bara í gömlu hugsuninni. Því á endanum er það alltaf neytendur og umhverfið sem eru ráðandi í því hvort fyrirtækið nái árangri.“ Fyrirtækin ekki einangruð lengur Róbert segir kröfu neytenda í dag að fyrirtækin séu ekki lengur einangruð og hafi ekki bara sína hagsmuni að leiðarljósi heldur hugi þau að heildinni og hvernig þau geti gert framtíðina sjálfbærari. Spurður um fyrirtæki sem hafi sinnt þessu vel segir hann að ef litið er til Íslands sé Landsvirkjun dæmi um fyrirtæki sem hafi staðið sig vel. Annað dæmi sé Marel sem hafi verið leiðandi á sviði ESG segir Róbert og það þriðja Kerecis. „Hluti af þeirra árangri er að taka þessa hluti alvarlega,“ segir Róbert. Spurður hvernig sé að vera þarna megin borðsins eftir að hafa starfað í áratugi á opinberum markaði segir Róbert það klárlega vera áskorun en einnig vera skemmtilegt og áhugavert. „Fyrirtæki, og sérstaklega stórfyrirtæki, hafa svo gríðarlega mikil áhrif á líf okkar. Þau eru svo stór hluti af þeim lífsgæðum sem við búum við. Ríkið hefur stórt og mikið hlutverk en ríkið hefur ákveðið hlutverk á meðan samskipti okkar við fyrirtæki um kaup og sölu eru mjög mikil. Þess vegna finnst mér þessi vegferð mín, að fara í ráðgjöf í einkageira á þessum tímapunkti, þegar sjálfbærni hugsunin og ESG eru gríðarlega umfangsmiklar, þá er þetta rétti tíminn,“ segir Róbert og að hann nái með þessari breytingu að gera tvennt á sama tíma. Neytandinn næmari í dag Hann nýti sér áratuga reynslu sína á opinberum markaði, sem hafi að mestu snúist um samband borgaranna og ríkis, og færi reynsluna á lárétt plan og fjalli um tengsl fyrirtækja og einstaklinga. „Þarna er líka mjög mikilvægt samband á sviði mannréttinda,“ segir hann og bendir á sem dæmi samskipti við vinnuveitendur og mannauðsstefnu fyrirtækja. Hvernig sé tekið á ofbeldismálum og hvernig sé unnið að því að tryggja jafnrétti á vinnustöðum. „Þetta er stór hluti af okkar velferð sem einstaklinga. Ráðgjöf mín snýr þannig að því að tryggja að fyrirtækin fullnægi þessum nýju reglum, sem allar eiga uppruna sinn að rekja til mannréttindareglna sem ég hef verið að fást við síðustu 25 árin.“ Spurður um svo tengsl þessara nýju reglna og hvernig þær birtast neytandanum segir Róbert að það sé ekki endilega þannig að neytandinn sé fullkomlega meðvitaður um reglurnar og breytingarnar. Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Róbert segir Marel sinna því vel að uppfylla reglur og skilyrði um sjálfbærni og réttindi starfsmanna. Vísir/Vilhelm „Það er samt þannig í dag að við erum orðin ansi næm fyrir þessum hlutum. Auðvitað mismikið. En við erum næm fyrir því hvað við borðum, hvaðan það kemur, hverju við klæðumst, hvernig það var búið til og hvers konar hráefni var notað. Hvernig vinnuumhverfi starfsfólks er og hvaða fullyrðingar fyrirtæki setji fram um það hversu græn þau eru. Yngri kynslóðin er sérstaklega næm fyrir þessu. Þau kannski þekkja ekki allar reglurnar sem eiga við, en fyrirtækin skilja að viðskiptamódelið verður að taka mið af þessum reglum. Þau verða að vinna vinnuna og vera á réttum stað í þessu.“ Ræðir þetta á ráðstefnu Festu Róbert er einn fyrirlesara á Janúarráðstefnu Festu-miðstöðvar um sjálfbærni síðar í vikunni þar sem hann mun fjalla um þessi mál. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega síðan árið 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Við skrifum mannkynssöguna sem vísar í tímamót sem við stöndum frammi fyrir vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í rekstri og nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni. Í ár verður lögð áhersla á félagslega hluta sjálfbærninnar, hvernig leiðtogar geta veitt öðrum innblástur og nýtt tækifærin, nýsköpun og nýja tækni til að ná árangri. Í tilkynningu um ráðstefnuna segir að framsögumenn séu erlendir og innlendir sjálfbærnileiðtogar, leiðtogar sem hafa lýst leiðina, sagt hlutina hreint út og fengið fólk með sér til að innleiða breytingar sem stuðla að aukinni sjálfbærni. Aðalfyrirlesarar eru Sandrine Dixson-Declève, forseti Club of Rome, sendiherra Wellbeing Economy Alliance - WEAll, þar sem Ísland er eitt af leiðandi þjóðum, Halla Tómasdóttir forstjóri B Team og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Einnig mun Tómas N. Möller, formaður Festu og Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnistjóri hjá Deloitte halda erindi. Neytendur Umhverfismál Loftslagsmál Mannréttindi Jafnréttismál Marel Landsvirkjun Tengdar fréttir Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 16. nóvember 2023 19:39 Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Sögulega hafa einkarekin fyrirtæki haft það eðlilega að leiðarljósi fyrst og fremst að hámarka virði fyrirtækjanna og stækka þau. Útgangspunktur þeirra hefur verið fjárhagslegur hvati, á grundvelli markaðslögmála, til þess að tryggja að fyrirtæki geti hámarkað tekjur sínar,“ segir Róbert Spanó sem hefur síðastliðið ár sinnt lögfræðiráðgjöf er varðar upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni. Hann segir að á síðustu árum hafi margt breyst í þessum efnum. „Á síðustu tuttugu árum hefur orðið sú breyting, vegna ýmissa utanaðkomandi aðstæðna, að ríkisvaldið, hagsmunasamtök og fleiri hafa lagt áherslu að fyrirtækjum, sem mjög virkum þátttakendum í samfélögum okkar, beri skylda til að horfa til annarra lögmála líka.“ Fyrirtækin undir nálarauga Hann segir eitt af því sem horft sé til sé þátttaka fyrirtækja í að skapa sjálfbæran heim. Að rekstur fyrirtækjanna taki einnig mið af því að þau verðmæti sem þau skapa, hráefnin sem þau noti og að áhrif þeirra á umhverfið séu þannig að fyrirtækin séu ekki að nýta sér umhverfið til tjóns, heldur séu þátttakendur í því að gera umhverfið sjálfbært og samfélögin með. „Þetta felur í sér grundvallarbreytingu á viðskiptaumhverfi nútímans,“ segir Róbert og að þetta eigi við um öll fyrirtæki, sama hvort þau séu lítið eða stór. Róbert starfaði við Mannréttindadómstól Evrópu um árabil, til dæmis á meðan farsóttin geisaði. Vísir/EPA „Þetta hefur fram að þessu haft mest áhrif á stærstu fjölþjóðlegu fyrirtækin sem eru undir nálarauga stjórnmálamanna, hagsmunasamtaka og stjórnmálamanna. Því meir sem fyrirtækin starfa á sviði sem er talið eiga bein tengsl við það sem er talin ósjálfbær rekstur því líklegra er að krafan um sjálfbæran rekstur og breytingar á rekstri sé hærri,“ segir Róbert. Hann segir dæmi um slíkan rekstur það sem kemur að umhverfi og loftslagsvánni. Hann segir þessar kröfur gerðar til flestra fyrirtækja en að þær reglur sem sé búið að setja hafi miðast við stærstu fyrirtækin sem hafi mest áhrif á umhverfið. Hann segir það sem hafi gerst á þeim tíma sem meiri krafa sé gerð um sjálfbærni hafi hugtakið sjálft breyst og víkkað. „Nú tekur það ekki bara til umhverfisþátta, heldur líka til mannréttinda. Mannréttinda starfsmanna, mannréttinda íbúa á svæðum þar sem fyrirtækin starfa og til jafnréttis,“ segir Róbert og að það falli undir hugtak sem hann fjallar mikið um í sinni vinnu. Það er Enviromental, Social and Governance, eða ESG eins og hann kallar það. Hugtakið mætti þýða sem umhverfis- og félagslegir stjórnunarhættir til að útskýra það betur. „Þetta er hluti af sjálfbærniþróuninni en er undirheiti,“ segir hann og að reglurnar sem hafi komið fram samhliða þessari þróun séu nú í sífellt ríkari mæli að verða lagalega bindandi. Það hafi ekki verið þannig áður. „Það þýðir að fyrirtækjunum er ekki í sjálfsvald sett hvort þau hafi sjálfbærnistefnu eða ekki. Þetta er ekki lengur bara mat þeirra sem er ekki háð utanaðkomandi eftirliti.“ Evrópusambandið leiðandi Róbert segir Evrópusambandið leiðandi á þessu sviði og að það hafi margt breyst síðustu tíu ár. Það hafi verið settar meiri reglur um skýrslugjöf fyrirtækja þar sem þau verði að útskýra hvernig þau uppfylli skilyrðin sem séu sett sem dæmi sett í ESG reglunum. „Nú er svo að koma næsta skrefið í þessari þróun og það eru áreiðanleikakannanir, eða due diligence, sem felur í sér nokkurs konar mannréttindakröfur sem Evrópusambandið er að gera til fyrirtækja. Þetta mun leiða til grundvallarbreytinga á starfsemi fyrirtækja,“ segir Róbert. Eins og kom fram að ofan er Róbert í dag meðeigandi í alþjóðlegu lögfræðistofunni Gibson Dunn og hefur aðsetur í París og London, en vinnur einnig mikið með íslenskum og norrænum fyrirtækjum á þessu sviði. Hann var fyrir það dómari við Mannréttindadómstólinn í Evrópu og var forseti dómstólsins frá 2020 þar til hann hætti. Áður en hann starfaði á vettvangi Mannréttindadómstólsins var hann tímabundið umboðsmaður Alþingis og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert segist geta nýtt reynslu sína í Mannréttindadómstólnum á einkamarkaði. Á myndinni má sjá dómstólinn sem staðsettur er í Strassbourg. Vísir/EPA „Það sem ég er að gera í dag er að veita fyrirtækjum um allan heim ráðgjöf um það hvernig þau geta best komið til móts við þessar kröfur. Ég segi oft að mitt hlutverk sé að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri. Ef þau gera það vel þá eykur það líkurnar á því að fyrirtækin uppfylli skilyrði um sjálfbærni. Þau fyrirtæki sem taka þetta alvarlega, í mínum huga, eru þau fyrirtæki sem verða farsæl til framtíðar. Það er ekki lengur mögulegt fyrir fyrirtæki í nútímarekstri að vera bara í gömlu hugsuninni. Því á endanum er það alltaf neytendur og umhverfið sem eru ráðandi í því hvort fyrirtækið nái árangri.“ Fyrirtækin ekki einangruð lengur Róbert segir kröfu neytenda í dag að fyrirtækin séu ekki lengur einangruð og hafi ekki bara sína hagsmuni að leiðarljósi heldur hugi þau að heildinni og hvernig þau geti gert framtíðina sjálfbærari. Spurður um fyrirtæki sem hafi sinnt þessu vel segir hann að ef litið er til Íslands sé Landsvirkjun dæmi um fyrirtæki sem hafi staðið sig vel. Annað dæmi sé Marel sem hafi verið leiðandi á sviði ESG segir Róbert og það þriðja Kerecis. „Hluti af þeirra árangri er að taka þessa hluti alvarlega,“ segir Róbert. Spurður hvernig sé að vera þarna megin borðsins eftir að hafa starfað í áratugi á opinberum markaði segir Róbert það klárlega vera áskorun en einnig vera skemmtilegt og áhugavert. „Fyrirtæki, og sérstaklega stórfyrirtæki, hafa svo gríðarlega mikil áhrif á líf okkar. Þau eru svo stór hluti af þeim lífsgæðum sem við búum við. Ríkið hefur stórt og mikið hlutverk en ríkið hefur ákveðið hlutverk á meðan samskipti okkar við fyrirtæki um kaup og sölu eru mjög mikil. Þess vegna finnst mér þessi vegferð mín, að fara í ráðgjöf í einkageira á þessum tímapunkti, þegar sjálfbærni hugsunin og ESG eru gríðarlega umfangsmiklar, þá er þetta rétti tíminn,“ segir Róbert og að hann nái með þessari breytingu að gera tvennt á sama tíma. Neytandinn næmari í dag Hann nýti sér áratuga reynslu sína á opinberum markaði, sem hafi að mestu snúist um samband borgaranna og ríkis, og færi reynsluna á lárétt plan og fjalli um tengsl fyrirtækja og einstaklinga. „Þarna er líka mjög mikilvægt samband á sviði mannréttinda,“ segir hann og bendir á sem dæmi samskipti við vinnuveitendur og mannauðsstefnu fyrirtækja. Hvernig sé tekið á ofbeldismálum og hvernig sé unnið að því að tryggja jafnrétti á vinnustöðum. „Þetta er stór hluti af okkar velferð sem einstaklinga. Ráðgjöf mín snýr þannig að því að tryggja að fyrirtækin fullnægi þessum nýju reglum, sem allar eiga uppruna sinn að rekja til mannréttindareglna sem ég hef verið að fást við síðustu 25 árin.“ Spurður um svo tengsl þessara nýju reglna og hvernig þær birtast neytandanum segir Róbert að það sé ekki endilega þannig að neytandinn sé fullkomlega meðvitaður um reglurnar og breytingarnar. Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Róbert segir Marel sinna því vel að uppfylla reglur og skilyrði um sjálfbærni og réttindi starfsmanna. Vísir/Vilhelm „Það er samt þannig í dag að við erum orðin ansi næm fyrir þessum hlutum. Auðvitað mismikið. En við erum næm fyrir því hvað við borðum, hvaðan það kemur, hverju við klæðumst, hvernig það var búið til og hvers konar hráefni var notað. Hvernig vinnuumhverfi starfsfólks er og hvaða fullyrðingar fyrirtæki setji fram um það hversu græn þau eru. Yngri kynslóðin er sérstaklega næm fyrir þessu. Þau kannski þekkja ekki allar reglurnar sem eiga við, en fyrirtækin skilja að viðskiptamódelið verður að taka mið af þessum reglum. Þau verða að vinna vinnuna og vera á réttum stað í þessu.“ Ræðir þetta á ráðstefnu Festu Róbert er einn fyrirlesara á Janúarráðstefnu Festu-miðstöðvar um sjálfbærni síðar í vikunni þar sem hann mun fjalla um þessi mál. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega síðan árið 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Við skrifum mannkynssöguna sem vísar í tímamót sem við stöndum frammi fyrir vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í rekstri og nýsköpun þegar kemur að sjálfbærni. Í ár verður lögð áhersla á félagslega hluta sjálfbærninnar, hvernig leiðtogar geta veitt öðrum innblástur og nýtt tækifærin, nýsköpun og nýja tækni til að ná árangri. Í tilkynningu um ráðstefnuna segir að framsögumenn séu erlendir og innlendir sjálfbærnileiðtogar, leiðtogar sem hafa lýst leiðina, sagt hlutina hreint út og fengið fólk með sér til að innleiða breytingar sem stuðla að aukinni sjálfbærni. Aðalfyrirlesarar eru Sandrine Dixson-Declève, forseti Club of Rome, sendiherra Wellbeing Economy Alliance - WEAll, þar sem Ísland er eitt af leiðandi þjóðum, Halla Tómasdóttir forstjóri B Team og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Einnig mun Tómas N. Möller, formaður Festu og Gunnar Sveinn Magnússon, sjálfbærnistjóri hjá Deloitte halda erindi.
Neytendur Umhverfismál Loftslagsmál Mannréttindi Jafnréttismál Marel Landsvirkjun Tengdar fréttir Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 16. nóvember 2023 19:39 Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 16. nóvember 2023 19:39
Sagði frið ekki nást án réttlætis Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 13. desember 2023 12:53