Kársnesskóla skipt upp í tvo skóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 10:04 Frá skólalóðinni á Kársnesinu í Kópavogi. Kópavogsbær Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Meginástæðan er fjölgun nemenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Þar segir að lagt sé til að skólanum verði skipt þannig að í húsnæði við Vallargerði verði 5.-10. bekkur og í nýrri skólabyggingu við Skólagerði verði 1.-4. bekkur auk fjögurra deilda leikskóla. Þá segir að megin ástæða skiptingar skólans sé fjölgun nemenda á Kársnesi. Undanfarin ár hafi nemendafjöldi skólans verið 600-700. Fyrirséð sé að enn muni fjölga á sama tíma og relstur leikskólans í nýju húsnæði skólans við Skólagerði muni bætast við. „Með því að skipta Kársnesskóla í tvo sjálfstæða skóla verður hægar um vik fyrir skólastjórnendur að hafa góða rekstrarlega og faglega yfirsýn yfir skólastarfið,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs. Fram kemur að í Kópvogi hafi þessi leið þegar verið farin með skiptingu Hörðuvallaskóla í tvo skóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla, og hefur reynslan af því verið mjög góð, að því er segir í tilkynningunni. Stjórnendur Kársnesskóla hafi tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga. Á næstu vikum verði auglýst eftir nýjum skólastjórnendum sem muni leiða faglegan undirbúning við þróun samrekins leik- og grunnskóla, sem sé nýbreytni í skólastarfi í Kópavogi. Segir í tilkynningunni að sú vinna verði unnin í samvinnu við skólasamfélagið allt, nemendur, foreldra og starfsfólk. Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Þar segir að lagt sé til að skólanum verði skipt þannig að í húsnæði við Vallargerði verði 5.-10. bekkur og í nýrri skólabyggingu við Skólagerði verði 1.-4. bekkur auk fjögurra deilda leikskóla. Þá segir að megin ástæða skiptingar skólans sé fjölgun nemenda á Kársnesi. Undanfarin ár hafi nemendafjöldi skólans verið 600-700. Fyrirséð sé að enn muni fjölga á sama tíma og relstur leikskólans í nýju húsnæði skólans við Skólagerði muni bætast við. „Með því að skipta Kársnesskóla í tvo sjálfstæða skóla verður hægar um vik fyrir skólastjórnendur að hafa góða rekstrarlega og faglega yfirsýn yfir skólastarfið,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs. Fram kemur að í Kópvogi hafi þessi leið þegar verið farin með skiptingu Hörðuvallaskóla í tvo skóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla, og hefur reynslan af því verið mjög góð, að því er segir í tilkynningunni. Stjórnendur Kársnesskóla hafi tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga. Á næstu vikum verði auglýst eftir nýjum skólastjórnendum sem muni leiða faglegan undirbúning við þróun samrekins leik- og grunnskóla, sem sé nýbreytni í skólastarfi í Kópavogi. Segir í tilkynningunni að sú vinna verði unnin í samvinnu við skólasamfélagið allt, nemendur, foreldra og starfsfólk.
Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira