Tjaldið tekið niður Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 14:00 Tjaldið hefur staðið við Alþingishúsið í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. „Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40