Óvenju margir dauðir auðnutittlingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 15:57 Auðnutittlingar virðast vera að drepast í hrönnum. Getty Óvenju margar ábendingar hafa borist Matvælastofnun að undanförnu vegna dauðra auðnutittlinga. Ábendingarnar hafa borist af öllu landinu frá fólki sem reglulega gefur smáfuglum að éta. Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá MAST að stofnunin muni reyna að komast til botns í málinu á næstunni. Ábendingar sem borist hafi stofnuninni hafi iðulega snúist að einstaka eða fáeinum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist á að því er virðist tveimur til þremur dögum. „Ekki hefur verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðra smáfulga upplýsa að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýringin á því getur auðvitað einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða en tilkynningar um veika og dauða fugla eru þó óvanalega margar,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum frá mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu hjá Tilraunastöðinni að Keldum til að komast til botns í málinu. „Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafa álíka tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum, en þó ekki í þessu umfangi. Ekki hefur áður verið kannað sérstaklega hvað veldur þessum afföllum.“ Fram kemur í tilkynningunni að auðnutittlingar haldi helst til í birkiskógum og kjarrlendi enda er fuglinn frææta og er uppistaða fæðu hans birkifræ. Auðnutittlingar halda jafnframt til í ræktuðu skóglendi og görðum, ekki síst þar sem fræ eru gefin og eru sólblómafræ sérstaklega vinsæl hjá fuglinum. Matvælastofnun hvetur þá sem fóðra fuglana að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á marga staði.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira