Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA höfðu í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Eftir fundi í gær var svo ákveðið að slíta viðræðum og vísa til sáttasemjara.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í Bítinu svekktur og sorgmæddur yfir því að viðræðurnar hafi endað með þessum hætti.
Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningaviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“.