Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 13:42 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri SA. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira