Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:31 Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“ Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Í nótt tók að hvessa mjög á vesturhluta landsins og var þar bálhvasst fram eftir morgni en í höfuðborginni var óveðrið gengið að mestu niður um sjö leytið í morgun. Þetta setti strik í reikninginn í flugáætlanir til og frá landinu. Til að mynda þurfti að aflýsa flugi Play til Frankfurt snemma í morgun. Áfram verður síðan einhver röskun á innanlandsflugi en þegar hefur þurft að aflýsa nokkrum ferðum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur, segir - hvað höfuðborgina varðar - að óveðrið hafi verið það versta á svæðinu í vetur. „Þetta er það hvassasta sem hefur verið í vetur þannig að þetta alveg, og maður sér það bara á mælingum, stundum er það þannig að það er ekki hvasst alls staðar en það var hvasst á öllum veðurstöðum í höfuðborginni í nótt, þannig að þetta var almennilegt,“ segir Birgir Örn. Einnig bar á þrumuveðri í nótt. „Ég sá nú sjálfur að minnsta kosti fimm eldingar hérna í morgun og það komu tilkynningar frá Keflavík um að það hefði verið svolítið um eldingar þar og svo mældust líka nokkrar yfir Suðausturlandi núna fyrir tveimur tímum eða svo.“ Skilin tóku síðan að mjakast í norðaustur en appelsínugul viðvörun gildir fyrir norður og austurland. „Það er mjög hvasst þar í vindstrengjum en þetta virðist ætla að staldra frekar stutt við og eftir hádegi er orðið skaplegt veður þar getum við sagt. Þetta er sannkallaður hvellur? Já, þetta er skammvinnur hvellur en hvellur engu að síður,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vel hafi gengið að sinna þeim útköllum sem bárust vegna óveðursins. „Það var ekki fyrr en í morgun sem kom útkall, austur í Reykholti þar sem veggeiningar á nýbyggingu voru við það að fjúka og skömmu síðar var tilkynnt um þakplötur á Seyðisfirði sem voru að losna,“ segir Jón Þór. Enn geisar óveður á Norður og Austurlandi. „Veðrið er náttúrulega að ganga yfir þannig að við erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta ennþá. Við sjáum hvað gerist á norðurlandi og Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn.“
Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira