Lyon skoraði sjö en Barcelona aðeins tvö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 22:11 Ada Hegerberg fagna öðru marka sinna í kvöld. @OLfeminin Lyon og Barcelona unnu þægilegra sigra í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigur Lyon var þó heldur þægilegri en sigur Börsunga sem hafa átt betri dag fyrir framan markið. Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti