Lyon skoraði sjö en Barcelona aðeins tvö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 22:11 Ada Hegerberg fagna öðru marka sinna í kvöld. @OLfeminin Lyon og Barcelona unnu þægilegra sigra í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigur Lyon var þó heldur þægilegri en sigur Börsunga sem hafa átt betri dag fyrir framan markið. Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira