Loksins fékk Svf. Árborg bingó! Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. janúar 2024 07:30 Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir að Svf. Árborg hefði selt land undir íbúabyggð fyrir 1,2 milljarða, 1.200 mkr. Það er óhætt að segja að sveitarfélagið hafi dottið í lukkupottinn með þeirri sölu. Um var að ræða 17,5ha af landi í Björkurstykkinu (Stekkjahverfi). Land sem að Svf. Árborg hafði keypt fyrir um 3 mkr./ha. eða 51 mkr. á núvirði fyrir nokkrum árum síðan. Með sölunni 23,5 faldaði sveitarfélagið verðmæti landsins. Landskikinn í Björkurstykki var settur í almennt útboð þar sem hver sem er gat boðið í skikann, bárust 4 tilboð, það hæsta 1.200 mkr. og það lægsta 708 mkr. Frábær sala verð ég að segja, því að félagið sem keypti landskikann, þarf sjálft að sjá um að kosta gatnagerð á svæðinu, sem gera má ráð fyrir að sé amk. 100 mkr./ha. eða um 1.750 mkr. ofan á kaupverðið. Þannig að áætla má að verktakinn sé að leggja út tæpa 3 milljarða króna til að brjóta landið til íbúabyggðar. Bingó! Ekki-bingó Til samanburðar við bingóið sem að framan greinir að þá keypti Svf. Árborg árið 2011 1,6 ha. landsvæði í miðbæ Selfoss á tæpar 200 mkr. sem reiknast á núvirði um 330 mkr. eða um 200 mkr. ha.. Ef sveitarfélagið hefði selt þann skika á sínum tíma með álíka góðri sölu og gerð var í Björkurstykki nú, að þá hefði sveitarfélagið fengið um 10 milljarða króna í sinn hlut, en fékk ekkert, 0 krónur. Í upphafi síðasta árs lét svo Svf. Árborg einnig frá sér meira land á miðbæjarsvæðinu til sama verktaka og áður hafði fengið 10 milljarða meðgjöf frá sveitarfélaginu með sínu verkefni. Í það skiptið 0,27 ha., auk þess að fá aukningu á byggingarmagni á svæðinu um 11.000 fermetra. Allt þetta fyrir 0 kr. Í ljósi þessa sem að framan greinir að þá óska ég þess að Svf. Árborg láti af þeim ósið að láta gera hjá sér Bingó og sækist fremur eftir því að fá sjálft Bingó eins og gerðist nú í vikunni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun