Fyrsta aftakan með köfnunarefnisgasi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. janúar 2024 07:41 Myndin er af Kenneth Eugene Smith og er frá Fangelsismálayfirvöldum í Alabama þar sem hann afplánaði dóm sinn eftir að hafa verið sakfelldur. Vísir/AP Dæmdi morðinginn Kenneth Eugene Smith var tekinn af lífi í Alabama í nótt eftir að verjendur hans höfðu reynt allar mögulegar leiðir til að stöðva aftökuna. Það sem gerir aftökuna sérstaka er að Smith var tekinn af lífi með því að dæla köfnunarefnisgasi inn í grímu sem hafði verið sett á hann. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem maður er tekinn af lífi með þessum hætti í Bandaríkjunum. Smith var 58 ára gamall en árið 1989 var hann fundinn sekur um aðild að morði þegar predikari í Alabama réð tvo unga menn til að ráða konu sína af dögum. Presturinn Jeff Hood huggaði eiginkonu Smith, Deanna Smith, á blaðamannafundi eftir aftökuna. Vísir/EPA Fyrir nokkrum árum hafði verið reynt að taka Smith af lífi, þá með eitursprautu, en sú aðgerð hafði misheppnast hrapallega. Síðan þá hafa lyfjafyrirtæki verið afar treg til þess að selja fangelsum þau eiturefni sem notuð eru til þess að taka menn af lífi í Bandaríkjunum og því hefur Alabama brugðið á það ráð að nota köfnunarefni. Sonur Elizabeth Sennett, Mike Sennet, ræddi við blaðamenn eftir aftökuna. Smith var ráðinn til að myrða Elizabeth árið 1998. Vísir/AP Vitni að aftökunni í nótt segja að tæpar tíu mínútur hafi liðið frá því gasinu var hleypt inn í grímuna og uns Smith var allur. Fjallað er um málið á vef Reuters. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftakan í Arkansas í tólf ár Sá sem tekinn var af lífi í nótt var Ledell Lee, dæmdur til dauða fyrir morðið á Debru Reese í Jacksonville árið 1993. 21. apríl 2017 08:42 Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. 20. júlí 2023 08:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Það sem gerir aftökuna sérstaka er að Smith var tekinn af lífi með því að dæla köfnunarefnisgasi inn í grímu sem hafði verið sett á hann. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem maður er tekinn af lífi með þessum hætti í Bandaríkjunum. Smith var 58 ára gamall en árið 1989 var hann fundinn sekur um aðild að morði þegar predikari í Alabama réð tvo unga menn til að ráða konu sína af dögum. Presturinn Jeff Hood huggaði eiginkonu Smith, Deanna Smith, á blaðamannafundi eftir aftökuna. Vísir/EPA Fyrir nokkrum árum hafði verið reynt að taka Smith af lífi, þá með eitursprautu, en sú aðgerð hafði misheppnast hrapallega. Síðan þá hafa lyfjafyrirtæki verið afar treg til þess að selja fangelsum þau eiturefni sem notuð eru til þess að taka menn af lífi í Bandaríkjunum og því hefur Alabama brugðið á það ráð að nota köfnunarefni. Sonur Elizabeth Sennett, Mike Sennet, ræddi við blaðamenn eftir aftökuna. Smith var ráðinn til að myrða Elizabeth árið 1998. Vísir/AP Vitni að aftökunni í nótt segja að tæpar tíu mínútur hafi liðið frá því gasinu var hleypt inn í grímuna og uns Smith var allur. Fjallað er um málið á vef Reuters.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftakan í Arkansas í tólf ár Sá sem tekinn var af lífi í nótt var Ledell Lee, dæmdur til dauða fyrir morðið á Debru Reese í Jacksonville árið 1993. 21. apríl 2017 08:42 Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. 20. júlí 2023 08:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Fyrsta aftakan í Arkansas í tólf ár Sá sem tekinn var af lífi í nótt var Ledell Lee, dæmdur til dauða fyrir morðið á Debru Reese í Jacksonville árið 1993. 21. apríl 2017 08:42
Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. 20. júlí 2023 08:11