Sjáðu markið: Bomban sem tryggði Frökkum framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 22:46 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem tryggði Frökkum framlengingu í kvöld. Lars Baron/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í lygilegum leik. Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Franska liðið hafði góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, 17-11. Svíar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið hafði svo yfirhöndina það sem eftir lifði leiks og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitum þegar lokamínútan hófst. Sænska liðið fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á lokasekúndunum, en skref var dæmt á Jim Gottfridsson þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Frakkar óðu fram og freistuðu þess að jafna metin, en sænska vörnin braut af sér í þann mund sem tíminn rann út. Frakkar fengu því eitt tækifæri til að jafna metin, úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Elohim Prandi bauð sig fram til að taka aukakastið og það reyndist heldur betur rétt ákvörðun að leyfa honum að spreyta sig. Prandi hallaði sér til hliðar og náði skotinu út fyrir varnarvegginn. Þaðan fór boltinn í þverslána, niður í öxlina á Andreas Palicka í marki Svía og svo í netið. Sjón er sögu ríkari og má sjá þetta ótrúlega mark frá hinum ýmsu sjónarhornum hér fyrir neðan. ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 Can you believe what just happened? 😱😱#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/E4qzcY4jNT— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 É-LO-HIM PRANDI EST FOU 🤯On ne s'en lasse pas...🎥 @EHFEURO pic.twitter.com/00LMyGbdWR— Ligue Nationale de Handball (@LNHofficiel) January 26, 2024 Frakkar reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30, og eru komnir í úrslit Evrópumótsins.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43