Handbolti

Danir elta Frakka í úr­slit en læri­sveinar Al­freðs leika um brons

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta.
Danir eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta. Christof Koepsel/Getty Images

Danmörk tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta er liðið vann þriggja marka sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu, 26-29.

Þýska liðið lék vel í fyrri hálfleik og var í raun með yfirhöndina fyrsta hálftíma leiksins. Liðið náði mest þriggja marka forskoti fyrir hlé og leiddi með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-12.

Danir voru þó ekki lengi að ná tökum á leiknum í síðari hálfleik og jafnaði metin með fyrstu tveimur mörkum hálfleiksins. Þýska liðið skoraði næsta mark, en það var líka í seinasta skipti í leiknum sem liðið hafði forystu.

Danir náðu þriggja marka forskoti í stöðunni 18-21 og fimm marka forystu í stöðunni 21-26. Þjóðverjar klóruðu í bakkann undir lok leiksins en Danir héldu út og unnu að lokum þriggja marka sigur, 26-29.

Danmörk er þar með á leið í úrslit Evrópumótsins í handbolta þar sem liðið mætir Frökkum á sunnudaginn. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska liðinu þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um brons þar sem liðið mætir Svíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×