Færeyska landsstjórnin ákvað þá að hún skyldi veita Grindvíkingum sömu upphæð og nemur stuðningurinn því hálfri milljón danskra króna eða um tíu milljón íslenskum krónum.
Kringvarpið hefur eftir Jóni Brynjari Birgissyni hjá Rauða krossinum íslenska að „færeysku vinir okkar séu alltaf tilbúnar að hjálpa.“
„Maður þarf aldrei að biðja um hjálp, þeir bjóða sig fram allir sem einn. Eins og vinir gera,“ bætir Jón Brynjar við.