„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 23:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53
Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00