Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 13:03 Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer fram um helgina þar sem landsmenn eru hvattir til að telja fugla og greina þá í görðum sínum. Tómas Grétar Gunnarsson Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Það er komið að árlegri Garðfuglahelgi Fuglaverndar, sem er oftast haldin síðustu helgina í janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgjast með garðinum sínum í einn klukkutíma um helgina og skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Bara þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Niðurstöðurnar eru svo sendar rafrænt til Fuglaverndar. Guðni Sighvatsson, fuglaáhugamaður á Laugarvatni veit allt um Garðfuglahelgina. „Tilgangurinn er að við sjáum og skráum það sem við finnum og hvaða fugla við sjáum. Margskonar nyt eru af þessum upplýsingum eins og til dæmis fjöldi fuglanna sem eru. Erum við að sjá eitthvað nýtt, erum við að sjá tegundir, sem við höfum ekki séð áður eða þær, sem hafa verið og eru að koma aftur, allt í þeim dúr,” segir Guðni. En hvenær dagsins er best að telja fuglana? „Best er að miða við ljósaskiptin á morgnanna eða kvöldin þegar fuglarnir eru oftast örvæntingarfyllri að ná sér í fóður eftir nóttina eða fyrir nóttina. Þá eru meiri líkur á að þú sjáir þá á ferðinni.” Silkitoppa, falleg mynd.Jóhann Óli Hilmarsson. En hverju á helst að huga að núna þessa dagana með fuglana. Það er hríðarbylur úti og skítakuldi, hvað er svona best að gera? „Þeir, sem eru sérstaklega hérna á veturna eru alveg sér gerðir fyrir þessar aðstæður og til að mynda þolir Snjótittlingurinn allt að 90 gráðu frost, sem er ansi mikill kuldi en það sem er kannski erfiðast fyrir þá alla er æti, að komast í einhvers konar fæðu og þegar það eru jarðbönn og lítið um þá byrja vandræðin aðeins að hrannast upp hjá þeim því þeir þurfa náttúrulega til að kynda líkann og kynda einangrunina þá þurfa þeir orku,” segir Guðni. Upplýsingar um helgina
Bláskógabyggð Fuglar Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira