Innlent

Bashar Murad söng á samstöðufundi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Murad flutti palestínskt lag. 
Murad flutti palestínskt lag.  Skjáskot/Instagram

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 

Illugi Jökulsson rithöfundur fór að auki með erindi og Alexander Jarl rappari flutti tónlistaratriði. Þuríður Blær Jóhannsdóttir sá um fundarstjórn.

Ekki liggur fyrir hve margir mættu á fundinn en ljóst er að margir létu sjá sig. Meira en tólf hundruð manns sýndu viðburðinum áhuga á Facebook. 

Þrátt fyrir snjókomu og kulda var fjölmennt. Vísir/Hjalti
Stór hópur fólks gekk niður Skólavörðustíginn. Vísir/Hjalti
„Frjáls Palestína.“Vísir/Hjalti


Tengdar fréttir

Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019.

Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni

Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×