Enski boltinn

Postecoglou: Þeir eru langt á undan okkur

Dagur Lárusson skrifar
Ange Postecoglou hefur heillað marga í vetur með þeirri spilamennsku sem Tottenham hefur sýnt.
Ange Postecoglou hefur heillað marga í vetur með þeirri spilamennsku sem Tottenham hefur sýnt. EFE/ISABEL INFANTES

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir að liðið sitt stefni að því verða eins og Manchester City.

Tottenham tapaði fyrir Pep Guardiola og lærisveinum hans í fyrsta sinn á nýja Tottenham-vellinum á föstudagskvöldið í FA bikarnum en Postecoglou sagði eftir leik að City væri mörgum skrefum á undan hans liði.

„Þeir eru topplið og þeir eru hvernig við viljum líta út. Við erum ekki komnir þangað enn þá sem lið og við áttum okkur á því.“

„Þeir eru með átta eða níu ára forskot á okkur og þess vegna vona ég að stuðningsmenn sjái þessi úrslit í því samhengi. Það þýðir samt ekki að maður reynir ekki en þeir eru samt sem áður langt á undan okkur en við stefnum á það að líta út eins og þeir,“ endaði Postecoglou að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×