Enski boltinn

Howe: Ég vil halda Almiron

Dagur Lárusson skrifar
Eddie Howe
Eddie Howe Vísir/getty

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir að það sé möguleiki á því að liðið þurfi að selja leikmenn áður en janúarglugginn lokar.

Miguel Almiron hefur mikið verið orðaður við för frá félaginu í janúar en félög í Sádi Arabíu eru sögð vera á höttunum á eftir honum og hann var ekki í leikmannahópi Newcastle er liðið hafði betur gegn Fulham í FA bikarnum í gær.

„Ég er að segja ykkur sannleikann þegar ég segi að hann var í raun og veru veikur og þess vegna var hann ekki í leikmannahópnum,“ byrjaði Eddie Howe að segja.

„Hvað varðar framtíðina þá vonast ég til þess að hann verði áfram hjá félaginu. En hvort að hann fari þá veit ég það hreinlega ekki, ég er ekki í stöðugu sambandi við þá einstaklinga hjá félaginu sem stýra þessu. En það er auðvitað möguleiki á því að einhver leikmaður fari frá félaginu í þessari viku, ég hef sagt það áður og það hefur ekki breyst,“ endaði Howe að segja.


Tengdar fréttir

Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum

Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×