UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2024 11:59 Hungursneyð blasir við íbúum Gasa. epa/Haitham Imad Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira