Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:18 Snæfríður Aþena, dýrahjúkrunarfræðingur á dýraspítalanum í Víðidal annast kisur og önnur dýr á spítalanum af mikilli alúð. Vísir/Einar Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira