Ertu ekki enn farin að vinna? Er vinnan eina leiðin til að meta virði einstaklinga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:00 Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku eða veikinda. Það að vera öryrki er ekki draumur neins og vilja flestir geta haldið höfði hátt og verið stoltir af starfsframa sínum. En því miður tekur lífið stundum í taumana og kemur í veg fyrir að fólk geti stundað það starf sem það hefði óskað sér. Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fatlast á lífsleiðinni. Vel menntað fólk með tilkomumikinn starfsferil getur veikst eins og aðrir og lent í slysum sem gera atvinnuþátttöku ómögulega. Það að þurfa að hverfa út af vinnumarkaði veldur fólki mjög miklum sársauka og sorg. Það er viðurkennt að í lífinu er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli einkalífs og starfs. En hvað gerist ef fólk veikist og hefur ekki orku til að sinna bæði starfi og öðrum skyldum sem fylgja lífinu? Er það endilega starfið og starfsframi sem á að vera ofan á? Sumt fólk er í þeirri stöðu að það hefur ekki orku í meira en að klæða sig á morgnana, halda heimili og reyna að veita börnum sínum eðlilegt líf. Ef fólk í þessari stöðu er jafnframt á vinnumarkaði þarf eitthvað að láta undan og þá þarf að skoða hvað er mikilvægt í lífinu. Margir sjúkdómar eru þess eðlis að ef fólk er stöðugt undir of miklu álagi þá versnar heilsa fólks jafnt og þétt þar til það verður mjög alvarlega veikt, með mun meiri kostnaði fyrir félagslega- og heilbrigðiskerfið. Hvað verður þá um uppeldi og líf barnanna í fjölskyldunni og hvernig á einstaklingurinn að sjá um sjálfan sig? Þegar mikið veikt fólk er í vinnu er engin orka eftir til að sinna öðrum þáttum lífsins, svo sem að sinna sínu félagslega neti, rækta vinskap og sinna tengslum við ættingja. Því lenda mjög margir sem veikjast alvarlega, til dæmis af völdum gigtarsjúkdóma eða annara ósýnilegra sjúkdóma, í þvi að einangrast félagslega og eiga því ekki net til að grípa sig ef veikindin fara yfir á alvarlegra stig. Mikilvægt er að skoða hvernig við metum virði einstaklinga og mikilvægt er að spyrja sig hvers vega spurningin „við hvað vinnur þú?“ er alltaf eitt af því fyrsta sem fólk er heyrir á mannamótum, hvort sem samræðurnar eru við kunningja eða ókunnuga. Spurningin „ertu ekki enn farin að vinna?“ er algjört kvalræði fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta vinnu vegna skertrar starfsorku og það að fá spurninguna á mannamótum er aðeins til að nudda salti í sárin. Stjórnmálamenn tala um að það þurfi nýtt kerfi til að hvetja fólk til að vinna. Í flestum tilvikum þarf fólk ekki hvatningu til að vinna. Fólk þarf sveigjanleika á atvinnumarkaði í formi viðeigandi aðlögunar, sem felst í því að aðstæður og vinnutími séu löguð að að þeim þannig að það ráði betur við vinnuna. Þörf er á fleiri hlutastörfum fyrir fólk á öllum sviðum atvinnulífsins. Öryrkjar eru alls konar. Sumir voru læknar og lögfræðingar eða með annars konar fagnám og eiga engan draum sterkari en að geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Við höfum svo margt annað til að meta fólk út frá en atvinnu þess. Við erum öll í mörgum hlutverkum í lífinu og sumir eru í þeirri stöðu að þeir verða að velja að láta það ganga fyrir að vera foreldrar, makar og annað sem tengist ekki vinnu. Af hverju er ekki nóg að vera góð mamma og sinna því hlutverki með sóma og hjálpa einstaklingum sem maður elur upp að verða virkur samfélagsþegn, í stað þess að verða enn meiri sjúklingur vegna vinnu og geta ekki sinnt heimili og fjölskyldu og vera byrði á ættingjum sínum og kerfinu? Höfundur er formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun