Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2024 19:20 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samflot bandalagsins með BHM og KÍ leggja áherslu á að samstaða náist á öllum vinnumarkaðnum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhem Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. Á sama tíma og algert frost er í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins sitja fagfélögin innan ASÍ samningafundi með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara. Hann sá ekki flöt á því að boða breiðfylkinguna og SA til fundar í dag en þessir aðilar hafa ekki fundað eftir árangurslausan fund á fimmtudag. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ágætan gang í viðræðum fagfélaganna inna ASÍ hjá ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson sem fer fyrir fagfélögunum segir hins vegar að fundum verði haldið áfram á meðan einhver gangur væri í viðræðunum. Samningar á almenna vinnumarkaðnum renna út á fimmtudag og þar með friðarskyldan. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir ekki ástæðu til að boða til aðgerða á meðan viðræðurnar við SA "potist áfram."Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa einnig fundað með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga. Arnar Hjálmsson formaður félags þeirra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræðurnar „potuðust í rétta átt“ og á meðan væri ekki ástæða til að boða til aðgerða. Í desember varð hins vegar mikil röskun á bæði millilandaflugi og innanlandsflugi vegna tveggja daga aðgerða flugumferðarstjóra. Þeir hættu síðan við aðrar tveggja daga aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavík. Þá er samflot stéttarfélaga fólks í opinberri þjónustu, BHM, BSRB og KÍ að hefja viðræður við ríki og sveitarfélög, en þeirra samningar renna ekki út fyrr en 31. mars. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samhljóm í kröfum samflots opinberra stéttarfélaga og breiðfylkingarinnar um aðkomu ríkisins að nýjum kjarasamningum. Vísir/Vilhelm „Það er alla vega samhljómur í okkar baklandi um að meginverkefnið sé að stemma stigu við vöxtum og verðbólgu. Þannig að það er gott að það er samtakamáttur í því. Svo eru auðvitað ýmis sérverkefni sem við verðum að horfa til ef það er verið að horfa til langtíma kjarasamnings,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Opinberu félögin í samflotinu væru þó ekki tilbúin til að semja til fimm ára eins og Samtök atvinnulífsins hefðu óskað eftir í viðræðum við breiðfylkinguna. „Það er verið að horfa til þess að við gerum langtíma kjarasamning til að tryggja stöðugleika í þeim efnum. Það séu skýr skilaboð út á markaðinn. En ég get ekki sagt að nokkur sé að horfa til fimm ára samnings. Frekar til þriggja ára,“ segir Sonja Ýr. Það væri samhljómur með kröfum opinberu félaganna og breiðfylkingarinnar þar sem stórir hópa innan BSRB væru á lægstu laununum upp að meðaltekjum. Aðilar hefðu því verið samstíga í kröfum gagnvart stjórnvöldum um hækkun barna- og vaxtabóta og svo framvegis. Enda hafi framlög til tilfærslukerfanna staðið í stað í mörg ár. „Þannig að auðvitað þarf það að breytast. Það þarf að koma þeim raunverulega þannig að þau þjóni markmiðum sínum en líka tryggja að þau séu að þróast í takt við launin. Þar til viðbótar höfum við lagt ríka áherslu á endurmat á virði kvennastarfa og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Á sama tíma og algert frost er í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins sitja fagfélögin innan ASÍ samningafundi með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara. Hann sá ekki flöt á því að boða breiðfylkinguna og SA til fundar í dag en þessir aðilar hafa ekki fundað eftir árangurslausan fund á fimmtudag. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir ágætan gang í viðræðum fagfélaganna inna ASÍ hjá ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson sem fer fyrir fagfélögunum segir hins vegar að fundum verði haldið áfram á meðan einhver gangur væri í viðræðunum. Samningar á almenna vinnumarkaðnum renna út á fimmtudag og þar með friðarskyldan. Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir ekki ástæðu til að boða til aðgerða á meðan viðræðurnar við SA "potist áfram."Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa einnig fundað með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara undanfarna daga. Arnar Hjálmsson formaður félags þeirra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að viðræðurnar „potuðust í rétta átt“ og á meðan væri ekki ástæða til að boða til aðgerða. Í desember varð hins vegar mikil röskun á bæði millilandaflugi og innanlandsflugi vegna tveggja daga aðgerða flugumferðarstjóra. Þeir hættu síðan við aðrar tveggja daga aðgerðir dagana 18. og 20. desember vegna hamfaranna í Grindavík. Þá er samflot stéttarfélaga fólks í opinberri þjónustu, BHM, BSRB og KÍ að hefja viðræður við ríki og sveitarfélög, en þeirra samningar renna ekki út fyrr en 31. mars. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir samhljóm í kröfum samflots opinberra stéttarfélaga og breiðfylkingarinnar um aðkomu ríkisins að nýjum kjarasamningum. Vísir/Vilhelm „Það er alla vega samhljómur í okkar baklandi um að meginverkefnið sé að stemma stigu við vöxtum og verðbólgu. Þannig að það er gott að það er samtakamáttur í því. Svo eru auðvitað ýmis sérverkefni sem við verðum að horfa til ef það er verið að horfa til langtíma kjarasamnings,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Opinberu félögin í samflotinu væru þó ekki tilbúin til að semja til fimm ára eins og Samtök atvinnulífsins hefðu óskað eftir í viðræðum við breiðfylkinguna. „Það er verið að horfa til þess að við gerum langtíma kjarasamning til að tryggja stöðugleika í þeim efnum. Það séu skýr skilaboð út á markaðinn. En ég get ekki sagt að nokkur sé að horfa til fimm ára samnings. Frekar til þriggja ára,“ segir Sonja Ýr. Það væri samhljómur með kröfum opinberu félaganna og breiðfylkingarinnar þar sem stórir hópa innan BSRB væru á lægstu laununum upp að meðaltekjum. Aðilar hefðu því verið samstíga í kröfum gagnvart stjórnvöldum um hækkun barna- og vaxtabóta og svo framvegis. Enda hafi framlög til tilfærslukerfanna staðið í stað í mörg ár. „Þannig að auðvitað þarf það að breytast. Það þarf að koma þeim raunverulega þannig að þau þjóni markmiðum sínum en líka tryggja að þau séu að þróast í takt við launin. Þar til viðbótar höfum við lagt ríka áherslu á endurmat á virði kvennastarfa og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 „Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13
„Það er allt undir“ Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan. 26. janúar 2024 20:01
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. 25. janúar 2024 14:11
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25. janúar 2024 10:49
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35