Fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum auðmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:46 Maður sem hafði áður starfað hjá Skattinum fór aftur að vinna þar með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Donalds Trump og leka þeim. AP/John Locher Charles Littlejohn, fyrrverandi verktaki hjá bandaríska Skattinum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum margra af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og Donald Trump, fyrrverandi forseta. Brot hans er sagt einstakt í sögu Skattsins í Bandaríkjunum. Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira