Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 13:01 Til stendur að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á árinu. Efla Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar. Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Þar segir meðal annars að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberra aðila sem taka þátt á Útboðsþingi 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna. Það sé meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Segir í greiningu SI að það skýrist helst af því að ekki hafi orðið af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á síðasta ári. Fram kemur að í fyrra hafi verið boðið út verkefni fyrir 88 milljarða, en fyrirhuguðu útboð námu 173 milljörðum. Segir SI að þetta sé mikill munur, sem undirstriki að áform um útboð sem boðið séu á þinginu séu ekki föst í hendi. Þeim beri að taka með fyrirvara en áréttað er að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum. Útboðsþing SI fer fram á Grand hótel í dag. Á þinginu kynna tíu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Þrír aðilar umfangsmestir Fram kemur að umfangsmestu útboð þessa árs boði Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Landsvirkjun fyrirhugar útboð fyrir hundrað milljarða króna á þessu ári. Á síðasta ári námu raunútboð Landsvirkjunar aðeins 500 milljónum króna. Þá kemur fram í tilkynningu SI að útboð sem boðuð hafi verið af Landsvirkjun á síðasta ári að fjárhæð 46 milljarða króna hafi ekki gengið eftir vegna tafa á leyfisveitingum framkvæmda. Landsvirkjun áætlar að þau verkefni verði þar af leiðandi boðin út á þessu ári til viðbótar við ný verkefni. Þá áformar Vegagerðin útboð fyrir um 25 milljarða króna á árinu. Það er lækkun frá fyrirhuguðum útboðum á síðastliðnu ári þegar stofnunin stefndi á að bjóða út verkefni fyrir um 35 milljara króna en útboð fyrir 30 milljarða raungerðust á árinu. Fossvogsbrú og Nýr Landspítali Á höfuðborgarsvæðinu áformar Vegagerðin að bjóða út vinnu við Fossvogsbrú á þessu ári í gegnum Samgöngusáttmálann auk annars áfanga við Kjalarnes, útboðsverkefni sem metin eru á rétt tæplega ellefu milljarða króna. Umfangsmestu útboð stofnunarinnar utan höfuðborgarsvæðisins verða á Vesturlandi þar sem sex verkefni verða boðin út fyrir 7,5 milljarða. Nýr Landspítali stefnir á að bjóða út verkefni fyrir 21,5 milljarða króna á árinu. Það er nokkur aukning frá því sem boðað var á síðasta ári þegar áætlanir gerðu ráð fyrir verkefni um sextán milljarða króna yrðu boðin út. Helstu verkefni til útboðs á vegum Nýs Landspítala eru þakfrágangur og innri frágangur meðferðarkjarna, uppsteypa og utanhússfrágangur á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands auk gatna-, veitna- og lóðagerðar við Hringbraut. Þá er stefnt á að bjóða út tvö verkefni vegna nýbyggingar Grensáss og fullnaðarhönnunarverkefni vegna Sjúkrahúss Akureyrar.
Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Fossvogsbrú Vegagerð Landsvirkjun Landspítalinn Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira