Innlent

Enginn fari niður í fjöru í Reynis­fjöru

Atli Ísleifsson skrifar
Talsvert brim er nú í Reynisfjöru. Myndin erúr safni.
Talsvert brim er nú í Reynisfjöru. Myndin erúr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fólki sem heimsæki Reynisfjöru sé bent á að nú séu aðstæður í fjörunni metnar sem mikil hætta og rautt ljós blikkar. 

„Enginn ætti því að fara niður af fjörukambinum niður í fjöru við þessar aðstæður. Talsvert brim er í fjörinni núna og aðstæður geta því verið hættulegar næstu tvo sólarhringana“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×