Mikill viðbúnaður eftir að flugeldur var sprengdur inni í Austurbæjarskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 15:12 Húsnæði Austurbæjarskóli á Skólavörðuholti. Vísir Mikill viðbúnaður var við Austurbæjarskóla í Reykjavík í dag, eftir að útkall barst um hugsanlegan eld í skólanum eftir að flugeldur var sprengur innadyra. Ekki reyndist um eld að ræða en slökkvilið reykræsti húsnæðið. Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira