Malí og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:54 Evidence Makgopa skoraði fyrra mark Suður-Afríku í kvöld. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Malí og Suður-Afríka tryggðu sér í kvöld sæi í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Suður-Afríka lagði Marokkó 2-0 og Malí vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Sjá meira
Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Sjá meira