Hljóð og mynd í Efstaleiti Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 1. febrúar 2024 08:00 „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar