Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:05 Zuckerberg snéri sér við og ávarpaði fjölskyldurnar í salnum. Getty/Anna Moneymaker „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira