Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guðnýjar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:53 Ebba Guðný er þekkt fyrir að törfa fram hollar máltíðir fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný
Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“