Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 10:32 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mjög jákvætt í baráttunni gegn verðbólgunni að IKEA hafi ákveðið að lækka vöruverð varanlega út árið um tæp sex prósent og BYKO ákveðið að frysta verð hjá sér í sex mánuði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13