LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 17:08 Helgi Magnús varasaksóknari er meðlimur í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“ og hefur látið til sín taka í umræðu um gagnsemi þeirrar atvinnugreinar. Sem þykir ekki heppilegt í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kærð til saksóknara. vísir/vilhelm/arnar Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru. Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru.
Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42