Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 19:00 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi vestan hafs vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í mannskæðum átökum þeirra gegn Hamas. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Í tilskipuninni frá Hvíta húsinu segir að landtökumennirnir fjórir hafi beitt Palestínumenn ofbeldi og hótunum og þar að auki reynt að ræna eða eyðileggja eygur þeirra. Yfirvöld á Vesturbakkanum og mannréttindasamtök segja landtökumenn hafa banað Palestínumönnum, kveikt í bílum og gert árásir á nokkur fámenn samfélög Bedúína og rekið þá frá heimaslóðum sínum. Í tilskipuninni er haft eftir Biden að landtaka Ísraela komi niður á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og mögulegri tveggja ríkja lausn sem ætlað sé að tryggja jöfn réttindi Ísraela og Palestínumanna til öryggis og frelsis. Landtakan grafi einnig undan öryggi í Ísrael og geti leitt til umfangsmeiri átökum í Mið-Austurlöndum, sem gætu skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar í Hvíta húsinu segja að verið sé að íhuga að beita fleiri landtökumenn refsiaðgerðum. Tilskipunin á ekki að vera notuð gegn bandarískum ríkisborgurum en margir landtökumenn á Vesturbakkanum eru bæði ríkisborgarar Bandaríkjanna og Ísrael. Refsiaðgerðirnar fela í sér að hægt sé að refsa þessu fólki fyrir að eiga í viðskiptum við þá sem hafa verið beittir þeim. Ætla ekki að refsa ráðherrum Biden hefur verið undir töluverðum þrýstingi vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í hernaði þeirra á Gasaströndinni. AP segir hann þó hafa þrýst á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni. Hann hefur einnig gagnrýnt landtöku á Vesturbakkanum opinberlega og líkt henni við að hella olíu á þá fjölmörgu elda sem loga víða um Mið-Austurlönd. Heimildarmenn AP segja að ekki standi til að refsa öfgafullum ráðherrum í Ísrael sem hafa ýtt undir og jafnvel hvatt til landtöku og ofbeldis á Vesturbakkanum. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58 Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Í tilskipuninni frá Hvíta húsinu segir að landtökumennirnir fjórir hafi beitt Palestínumenn ofbeldi og hótunum og þar að auki reynt að ræna eða eyðileggja eygur þeirra. Yfirvöld á Vesturbakkanum og mannréttindasamtök segja landtökumenn hafa banað Palestínumönnum, kveikt í bílum og gert árásir á nokkur fámenn samfélög Bedúína og rekið þá frá heimaslóðum sínum. Í tilskipuninni er haft eftir Biden að landtaka Ísraela komi niður á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og mögulegri tveggja ríkja lausn sem ætlað sé að tryggja jöfn réttindi Ísraela og Palestínumanna til öryggis og frelsis. Landtakan grafi einnig undan öryggi í Ísrael og geti leitt til umfangsmeiri átökum í Mið-Austurlöndum, sem gætu skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar í Hvíta húsinu segja að verið sé að íhuga að beita fleiri landtökumenn refsiaðgerðum. Tilskipunin á ekki að vera notuð gegn bandarískum ríkisborgurum en margir landtökumenn á Vesturbakkanum eru bæði ríkisborgarar Bandaríkjanna og Ísrael. Refsiaðgerðirnar fela í sér að hægt sé að refsa þessu fólki fyrir að eiga í viðskiptum við þá sem hafa verið beittir þeim. Ætla ekki að refsa ráðherrum Biden hefur verið undir töluverðum þrýstingi vegna þess hve þétt hann hefur staðið við bakið á Ísraelum í hernaði þeirra á Gasaströndinni. AP segir hann þó hafa þrýst á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni. Hann hefur einnig gagnrýnt landtöku á Vesturbakkanum opinberlega og líkt henni við að hella olíu á þá fjölmörgu elda sem loga víða um Mið-Austurlönd. Heimildarmenn AP segja að ekki standi til að refsa öfgafullum ráðherrum í Ísrael sem hafa ýtt undir og jafnvel hvatt til landtöku og ofbeldis á Vesturbakkanum.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58 Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. 31. janúar 2024 07:31
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31
Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20
Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. 30. janúar 2024 12:58
Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. 30. janúar 2024 06:49
UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59