Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 21:44 Einar Jónsson var óánægður með margt í leik sinna manna. Vísir/Anton Brink Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09