Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR. Þar segir að kerfi skólans hafi verið tekin niður og unnið sé að viðgerð samkvæmt verkferlum HR, ásamt helstu þjónustuaðilum og netöryggissérfræðingum Syndis.
„Umfang árásarinnar er óljóst. HR mun senda frá sér aðra tilkynningu þegar nánari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.