Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 13:41 Þetta hús þolir vafalítið íslenskar aðstæður. Svo gæti farið að hús framtíðarinnar geri það ekki. Vísir/arnar Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til. Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira