Blikar frá Barcelona beint á æfingu: „Erfitt að hringja sig inn veikan þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2024 08:01 Kristinn Steindórsson og aðrir Blikar voru ferskir á æfingu dagsins. Vísir/Skjáskot Karlalið Breiðabliks hóf í vikunni undirbúning fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Aldrei hefur lið hafið undirbúninginn eins seint. Leikmenn liðsins eru örlítið ryðgaðir en fagna nýbreytninni. Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Breiðablik átti lengsta tímabil í sögu íslensks fótboltaliðs á síðasta ári þar sem liðið tók fyrsta allra þátt í riðlakeppni í Evrópu. Blikar luku ekki keppni þar fyrr en um miðjan desember, þegar flest önnur lið voru farin af stað með sitt undirbúningstímabil. Fyrsta æfing fyrir komandi leiktíð fór fram á mánudaginn var. „Þetta er krefjandi áskorun og eitthvað nýtt en alveg ótrúlega spennandi. Þetta er miklu líkara því sem gerist í Evrópu og um allan heim. Við erum búnir að hugsa mikið hvernig við viljum setja þetta upp og erum gríðarlega spenntir að keyra á þetta,“ segir Halldór. Leikmenn njóta þess þá að hefja harkið síðar. Halldór Árnason tók við Blikum síðasta haust. „Engin spurning. Menn fengu sex vikna frí, með jólafrí inni í því, og náðu að hvíla sig ágætlega líkamlega og andlega. Auðvitað voru þeir með prógram sjálfir sem þeir fóru samviskusamlega eftir og komu ferskir til baka,“ „Ég held að menn hafi verið komnir á þann stað að þrá að komast aftur í fótbolta sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Það er frábær andi í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við tímabilið.“ segir Halldór. Damir Muminovic, varnarmaður liðsins, naut sín vel vestanhafs í fríinu. „Langt en mjög gott frí. Það er mjög gott að koma aftur. Mann hlakkar til, ég var í góðu fríi á Flórída en það er gott að koma aftur.“ Beint úr sektarsjóðsferðinni á fyrstu æfingu Fríi Blikanna lauk á árvissri sektarsjóðsferð, sem er að mestu fjármögnuð með sektarsjóði tímabilsins á undan. Sú var farin til Barcelona síðustu helgi en undirbúningstímabilið hófst strax mánudaginn eftir. „Það var misjafnt stand á mönnum en ég held að menn hafi gott af þessu allir,“ segir Damir. „Ég viðurkenni það að ég var þreyttur en þrátt fyrir það gekk þetta furðu vel,“ segir liðsfélagi hans Kristinn Steindórsson. Það er erfitt að ætla að hringja sig inn veikan þá. Aðspurður hver hefði mætt til æfinga í versta standinu stóð Kristinn ekki á svörum. „Það var Brynjar markvörður, hann pínu eins og draugur og var veikur á þriðjudeginum. Ég held hann hafi verið í alvöru veikur samt.“ „Andlega eru menn upp á tíu. Þetta er alvöru leið til að ræsa undirbúningstímabilið,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins. Innslagið frá æfingu Blika má sjá í spilaranum að ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira