Enski boltinn

Newcastle og Luton skildu jöfn í markaleik

Dagur Lárusson skrifar
Harvey Barnes fagnar marki sínu.
Harvey Barnes fagnar marki sínu. Vísir/Getty

Þrír leikir hófust klukkan 15:00 í enska boltanum en þeim var að ljúka en skemmtilegasti leikurinn fór fram á St. James Park þar sem voru skoruð átta mörk.

Brighton fór á kostum í fyrri hálfleiknum í leik sínum gegn Crystal Palace en í hálfleik var staðan 3-0 eftir mörk frá Lewis Dunka á 3. mínútu, Jack Hinshelwood á 33. mínútu og Facundo Buonanotte á 34. mínútu.

Tvö mörk bættust við leikinn í seinni hálfleiknum. Það fyrr skoraði Mateta fyrir Crystal Palace á 71. mínútu áður en Joao Pedro gerði út um leikinn á 85. mínútu. Lokatölur 4-1.

Fulham átti einnig mjög góðan fyrri hálfleik gegn Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekk Burnley. Joao Paulinha skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu áður en Rodrigo Muniz tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu.

Burnley kom hinsvegar til baka í seinni hálfleiknum eftir að David Fofana kom inn af bekknum og skoraði tvíveigis. Lokatölur 2-2 á Turf Moor.

Skemmtilegasti leikurinn fór síðan fram á St. James Park þar sem Newcastle tók á móti Luton. Bæði lið skoruðu fjögur mörk í báðum hálfleikum en Sean Longstaff skoraði bæði mörk Newcastle í fyrri hálfleiknum á 7. og 23. mínútu en Gabriel Osho skoraði fyrra mark Luton á 21. mínútu áður en Ross Barkley skoraði annað markið á 41. mínútut. Staðan 2-2 í hálfleik.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn mikið betur og komust yfir á 59. mínútu með marki úr vítaspyrnu en það var Carlton Morris sem steig á punktinn. Fimm mínútum síðar kom Adebayo Luton í 2-4 forystu og hlutirnir að líta virkilega vel út fyrir gestina.

Leikmenn Newcastle neituðu að gefast upp og skoraði Kieran Trippier á 67. mínútu. Staðan orðin 3-4. Það var síðan Harvey Barnes sem kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmarkið á 74. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×