Enski boltinn

Postecoglou: Verðum að sætta okkur við niður­stöðuna

Dagur Lárusson skrifar
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. EFE/ISABEL INFANTES

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, var að vonum svekktur eftir að liðið hans fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Everton í dag.

Leikurinn endaði 2-2 þar sem Richarlison skoraði bæði mörk Tottenham en þeir Calvert-Lewin og Branthwaite skoruðu mörk Everton.

„Þetta er erfiður staður að koma á og stýra leiknu en mér fannst við gera það meira og minna,“ byrjaði Ange að segja.

„Við byrjuðum leikinn virkilega vel en síðan misstum við dampinn. Seinni hálfleikurinn var ágætur, við náðum að búa til nokkur tækifæri og við hefðum eflaust þurft aðeins eitt mark til þess að klára leikinn en við náðum því ekki.“

„Við þurfum annað mark því það er óumflýjanlegt að þú munt fá meiri pressu á þig á síðustu tíu mínútunum og það var það sem gerðist. Við verðum að sætta okkur við niðurstöðuna og halda áfram,“ endaði Ange Postecoglou að segja.


Tengdar fréttir

Everton bjargaði mikilvægu stigi

Tottenham gat blandað sér toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Everton sem er í bullandi fallbaráttu en liðin enduðu á að skipta stigunum á milli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×