Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2024 13:30 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var gestur á opnum fundi Framsóknar í Árborg í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira