Óbólusett börn meðal útsettra Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 20:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hvetur foreldra útsettra óbólusettra barna til að þiggja bólusetningu við mislingum. Stöð 2 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“ Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“
Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira