Látum verkin tala! Tómas A. Tómasson skrifar 5. febrúar 2024 07:31 Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar