Vitundarvakning um félagsfælni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 10:31 Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa komið fram vísbendingar um að einsemd hafi færst í vöxt á heimsvísu og kunna breyttir samskiptahættir og heimsfaraldur kórónuveirunnar að hafa haft þar áhrif. Þeir sem viðkvæmir voru fyrir, til dæmis kvíðnir eða einangraðir, hafa átt hvað erfiðast með að fóta sig eftir heimsfaraldurinn. Því hefur verið hrint af stað vitundarvakningu um félagsfælni á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Félagsfælni er hamlandi kvíðavandi sem veldur einsemd og einkennist af þrálátum áhyggjum af álit annarra. Meðal þess sem fólk óttast er að koma illa fyrir, virðast stressað; roðna, svitna, stama, eða segja eitthvað sem fellur í grýttan jarðveg. Fólk kvíðir félagslegum aðstæðum, forðast þær eða þraukar þrátt fyrir vanlíðan og fær bakþanka þegar heim er komið. Kvíðinn getur einskorðast við ákveðnar aðstæður, eins og þeim að leika á hljóðfæri fyrir framan aðra, en tengist þó oftar margvíslegum félagslegum aðstæðum eins og þeim að tjá sig í hópi, taka þátt í félagslífi og fara á stefnumót. Flestum er annt um álit annarra. Hóflegur félagskvíði fær fólk til að vanda sig í samskiptum og varast að særa aðra. Óhóflegur félagskvíði skerðir hins vegar lífsgæði og möguleika fólks á því að tengjast öðrum, eignast félaga, afla sér menntunar, sinna áhugamálum og ná framgöngu í starfi. Af honum getur jafnframt hlotist þunglyndi og misnotkun á áfengi eða lyfjum. Breytt birtingarmynd Félagsfælni er ein algengasta kvíðaröskunin og hrjáir um 10% fólks, eða sem samsvarar 40.000 Íslendingum. Algengast er að hún hefjist á unglingsárum og vill því miður vill festast í sessi, ef ekkert er að gert, sér í lagi ef hún rjátlast ekki af fólki á fyrstu árunum. Ekki er vitað til þess að félagsfælni hafi færst í aukana en þó fara áhyggjur vaxandi af ungu kynslóðinni sem dvelur löngum stundum á samfélagsmiðlum. Einhverjir kunna af þeim sökum að eiga erfiðara með samskipti í raunheimum en áður. Það getur til dæmis reynst ungu fólki erfitt að hringja og afla sér upplýsinga, enda er orðið auðveldara að koma sér hjá slíkum aðstæðum. Þó hafa samskipti yfir netið sína kosti og gera sumum kleift að stofna til kynna sem annars hefði gengið brösulega. Ýmsar aðstæður í netheimum geta hins vegar reynst erfiðar þegar félagskvíði er annars vegar, svo sem það að pósta myndum af sér, taka þátt í netspjalli, tjá skoðun og „læka“ við færslur. Því má segja að það séu að einhverju leyti annars konar aðstæður sem eru krefjandi í dag. Félagsfælni er ekki ný af nálinni og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Óttinn við álit og höfnun annarra er mannskepnunni í blóð borinn, enda gat á öldum árum verið erfitt fyrir þann mann að bjarga sér, sem kallað hafði yfir sig höfnun hópsins. Enn er okkur í mun að falla öðrum í geð og getur það eitt að vera hafnað í tölvuleik, kallað fram sterk líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð. Góðar batahorfur Félagsfælnir trúa því oft að vandinn sé hluti af þeirra persónuleika og vita ekki alltaf að um algenga kvíðaröskun sé að ræða sem ráða megi bót á. Hugræn atferlismeðferð er hvað mest rannsakaða meðferðarúrræðið og ber þann árangur að að 80% fólks mælist umtalsvert betra eða innan eðlilegra marka á félagskvíða eftir aðeins tíu tíma meðferð. Er þar unnið markvisst að því að uppræta viðbrögð sem eiga þátt í að viðhalda vandanum. Sem betur fer kemur fólk sífellt yngra til meðferðar en áður var, en þó er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og öðlast nýtt og kvíðaminna líf. Á næstu mánuðum verður fjallað betur um félagsfælni á samfélagsmiðlum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fræðsluerindi haldin fyrir almenning. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar