Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum sínum í Metzingen sem tóku vel í þær fréttir að hún væri orðin ólétt. Instagram/@tussiesmetzingen Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst. Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst.
Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00
Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37
Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46